Um kennsluefnið Út fyrir boxið
Út fyrir boxið er verkfærakista sem býður uppá fjölmörg tól til að auka fjölbreytni í kennsluháttum og þjálfa sköpunarkraft og samvinnu nemenda. Þetta kennsluefni er sérlega gott að nota til að styðja við verkefnamiðað og leikandi nám.
Kennsluefnið samanstendur af kennarahandbók og spjöldum með 42 aðferðum til að nota í kennslu. Þetta er nútímaleg nálgun á námi þar sem nýsköpun, lausnamiðuð hugsun og samvinna er sett í öndvegi og þar sem nemendur fá tækifæri til að koma fram með lausnir á raunverulegum áskorunum og taka virkan þátt í náminu.
Spjöldin
Samvinna Innrömmun Samskipti
Rannsóknir
Hugmyndir
Greiningar
Sköpun
Spjöldin sjálf eru aðalmálið í þessu kennsluefni. Það eru þau sem gera þetta efni svo aðgengilegt og einfalt að nota. Þau er bæði hægt að nota stök ef kenna á eina sérstaka aðferð og svo er hægt að raða þeim upp í ferli sem hentar hverju verkefni fyrir sig. Það er hægt að nota þau bæði í einstökum námsgreinum og í tengslum við raunveruleg þverfagleg verkefni.
Spjöldin eru 42 talsins og hvert spjald inniheldur leiðbeiningar við að framkvæma eina hagnýta aðferð. Þetta eru aðferðir sem hægt er að nota til að auðvelda t.d. samvinnu, samsköpun, samskipti, upplýsingaöflun, greiningarvinnu, hugmyndavinnu og sköpun lausna.
Handbókin
Í handbókinni er farið vel yfir aðferðafræði hönnunarhugsunar og hvernig hægt er að nota hana í skólastarfi, bæði skólaskipulagi og kennslu. Þar að auki eru ýtarlegar kennsluleiðbeiningar sem leiða kennara í gegnum ferli skapandi hugsunar og hjálpa þeim að stíga sín fyrstu skref með efnið.
Hönnunarhugsun
Aðferðafræðin
Hugarfarið
Ferlið
Hönnun og nýsköpun
Hönnunarhugsun í skólastarfi
Hverjir?
Hvernig?
Ferlið
Aðalnámskrá
Breytum vandamálum í tækifæri
Hvar finnum við vandamálin?
Vandamál eru tækifæri
Hönnunaráskorun
Uppsettar hönnunaráskoranir til að æfa sig á
Fyrir nemendur
Fyrir kennara
Hægt er að nálgast kennsluefnið án endurgjalds á mms.is en einnig er hægt að kaupa handbókina og spjöldin útprentuð í handhægum umbúðum hjá Guðrúnu Gyðu Franklín, sjá neðst á síðu.
Viltu vita meira?
gudrun.gyda@gmail.com
(+354) 697 4434