Hugsum út fyrir boxið

Guðrún Gyða er arkitekt og kennari að mennt og brennur fyrir því að efla og þjálfa skapandi hugsun. Hún býður uppá ráðgjöf, vinnustofur og námsferðir sem snúast um að efla skapandi hugsun, hjálpa teymum að finna nýjar leiðir til að leysa vanda eða endurhanna það sem þarfnast umbóta.

“Mín hugsjón er að vinna að merkingarbærum verkefnum og veita fólki innblástur og sköpunarkraft til að gera heiminn betri. “

Ef við viljum að hlutirnir breytist þá verðum við að brjótast úr viðjum vanans og fara ótroðnar slóðir. En það getur verið áskorun að leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt því oft er einfaldara og þægilegra að vera í rútínunni.

En til þess að við getum komið fram með nýstárlegar hugmyndir sem geta verið þýðingamiklar og haft jákvæð áhrif þá þurfum við að temja okkur ákveðið hugarfar. Þetta hugarfar byggist á þeirri trú að allir geti verið skapandi og að saman getum við fundið betri lausnir. 

Þar er sköpunarkrafturinn lykilverkfæri.

Við þurfum að geta sett okkur í spor annarra, fagna fjölbreytileikanum, prófa okkur áfram, þora að gera mistök, endurtaka og betrumbæta og vera bjartsýn og trúa á framfarir. Og síðast en ekki síst verðum við að gefa okkur leyfi til að leika okkur, treysta ferlinu og láta okkur dreyma.