Hæ !

Ég heiti Guðrún Gyða Franklín og er arkitekt og kennari að mennt og brenn fyrir því að efla og þjálfa skapandi hugsun. Ég býð upp á ráðgjöf, vinnustofur og námsferðir sem snúast um að efla skapandi hugsun, hjálpa teymum að finna nýjar leiðir til að leysa vanda eða endurhanna það sem þarfnast umbóta.

Til þess að við getum komið fram með nýstárlegar hugmyndir sem geta verið þýðingamiklar og haft jákvæð áhrif þá þurfum við að temja okkur ákveðið hugarfar.

Við þurfum að geta sett okkur í spor annarra, fagna fjölbreytileikanum, prófa okkur áfram, þora að gera mistök, endurtaka og betrumbæta og vera bjartsýn og trúa á framfarir. Og síðast en ekki síst verðum við að gefa okkur leyfi til að leika okkur, treysta ferlinu og láta okkur dreyma.